English

Garn

Hópur af alþjóðlegum listamönnum hefur skapað nýja bylgju nútímalistar. Þau umbreyta hefðbundnu handverki, hekil og prjónaskap. Ferðlag þessarar einstöku myndar byrjar á Íslandi sem leiðir okkur áfram í undraheim garnsins þar sem vægast sagt óhefðbundnir listamenn ferðast með okkur um allan heim til að koma á fræmfæri sínum skilaboðum. Sænski sirkusinn Cirkus Cirkör sínir okkur hvernig garnið getur verið myndlíking fyrir lífið, hvernig við erum í sífelldri leit og hvort við getum í raun prjónað heimsfrið? Pólska listakonan Olek þekur heila lest í Póllandi til heiðurs pólskrar ljóðlistar áður en hún tekst á við hinn karllæga listaheim í skilaboðum sem koma skýrt fram í verkum hennar í Berlín. Í Hawaii sendir Olek hafmeyju af stað í undirdjúpin til að vekja athygli á stöðu heimshafanna. Feministinn og ullargraffarinn Tinna saumar og heklar varfærin skilaboð með sterkum undirtón í hefðbundin verk og setur þau upp á óvenjulegum stöðum um heim allan og kemur þannig áfram skilaboðum sínum um jafnrétti, frið og pólitík.í Japan og Kanada hittum við Toshiko sem heklar gríðarleg leiksvæði til að hjálpa börnum að þróa heilbrigðara og hamingjusamara lífi í gegnum leika með garni. Þessir alþjóðlegu listamenn taka okkur með í ferðalag um heiminnn þar sem þeir breiða út sinn boðskap með garni og sýna okkur að í raun erum við öll tengd í gegnum garnið.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    9. september, 2016, Bíó Paradís
  • Frumsýnd erlendis
    2. febrúar, 2016, Göteborg Film Festival
  • Lengd
    76 mín.
  • Tungumál
    Enska, Íslenska, Sænska
  • Titill
    Garn
  • Alþjóðlegur titill
    Yarn
  • Framleiðsluár
    2016
  • Framleiðslulönd
    Ísland, Pólland
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    HD
  • Myndsnið
    16:9
  • Litur
  • Sýningarform og textar
    DCP, Blu-ray

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2016
    Göteborg Film Festival
  • 2016
    South by Southwest
  • 2016
    Love & Anarchy – Helsinki International Film Festival
  • 2016
    Galway Film Fleadh, Galway, Írland
  • 2016
    Newport Beach Film Festival, Kalifornía, Bandaríkin
  • 2016
    Skjaldborg
  • 2016
    Vancouver International Film Festival
  • 2016
    Port Townsend Film Festival, Washington, Bandaríkjunum
  • 2016
    Milwaukee Film Festival
  • 2016
    Nordisk Panorama Film Festival, Malmö, Svíþjóð
  • 2016
    SXSW Film Festival