English

Ingaló

Ingaló vinnur hjá föður sínum á trillunni, en feðginin eiga ekki skap saman. Eftir ball í þorpinu sem endar í slagsmálum milli þorpsbúa og áhafnar á aðkomuskipinu Matthildi ÍS 167, er Ingaló send til Reykjavíkur, en yngri bróðir hennar Sveinn, strýkur að heiman. Ingaló staldrar stutt við í Reykjavík og á sér ástarævintýri með manni á fertugsaldri, Vilhjálmi. Sveinn hafði komist í pláss á Matthildi og nú er Ingaló ráðin sem kokkur á bátinn. Það fiskast illa og að lokum er haldið til hafnar. Í heimahöfn búa flestir í áhöfninni í niðurníddri verbúð. Ingaló uppgötvar að eigandi Matthildar og ,,kóngurinn" í þorpinu er enginn annar en Vilhjálmur. Sjómennskan hafði ekki átt við Svein og hann varð fyrir stríðni um borð, en í verbúðinni verður hann fyrir algjörri niðurlægingu. Ingaló lendir í togstreitu, hún vill halda hlífiskildi yfir bróður sínum en dregst að Skúla, stýrimanninum á Matthildi. En Skúli hins vegar hefur augastað á fegurðardrottningu þorpsins. Villt partí í verbúðinni verður afdrifaríkt fyrir Inguló, Skúla og hitt fólkið. Skömmu síðar leggur Matthildur af stað í sína hinstu för...

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    8. febrúar, 1992
  • Tegund
    Drama
  • Lengd
    96 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Ingaló
  • Alþjóðlegur titill
    Ingalo
  • Framleiðsluár
    1992
  • Framleiðslulönd
    Ísland, Finnland, Þýskaland
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    35mm
  • Myndsnið
    16:9
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby
  • Sýningarform og textar
    DCP með enskum textum. - 35mm filma án texta - 35mm filma með enskum textum -

Þátttaka á hátíðum

  • 2020
    Nordische Filmtage Lübeck
  • 2016
    Ultima Thule, ýmsir sýningarstaðir, Pólland
  • 2012
    Images from the Edge: Classic and Contempory Films from Iceland, Lincoln Center, New York
  • 2011
    Filmfest Hamburg, Icelandic retrospective
  • 1993
    Sydney Film Festival
  • 1993
    Göteborg International Film Festival
  • 1993
    Dortmund International Women's Film Festival
  • 1993
    Norræn kvikmyndahátíð í Reykjavík
  • 1993
    Ales Film Festival
  • 1993
    New directors-Museum of Modern Art, New York
  • 1993
    International Film Festival of La Rochelle
  • 1993
    San Francisco International Film Festival
  • 1993
    Stuttgart Natur Film Festival
  • 1993
    Troia International Film Festival
  • 1993
    San Remo Film Festival - Verðlaun: Besta leikkona í aðalhlutverki (Sólveig Arnarsdóttir).
  • 1993
    Umeå Film Fest
  • 1993
    OCIC-organisation catholique du cinema et de l'audiovisuel (alþjóðleg kaþólsk dómnefnd í kvikmyndum) - Verðlaun: Viðurkenning.
  • 1993
    Dublin International Film Festival
  • 1993
    Rouen: Festival des film nordiques
  • 1993
    Rotterdam International Film Festival
  • 1993
    Stockholm International Film Festival
  • 1993
    Delhi International Film Festival
  • 1993
    Tromsö International Film Festival
  • 1993
    Mamers Film Festival
  • 1992
    San Juan International Film Festival
  • 1992
    Lübeck Nordic Film Days
  • 1992
    Hof International Film Festival
  • 1992
    Montréal World Film Festival
  • 1992
    Cambridge Film Festival
  • 1992
    Gijón Film Festival
  • 1992
    Rivertown Film Festival
  • 1992
    Cannes International Film Festival

Sýningar í sjónvarpi

  • Ísland
    RÚV, 1994
  • Ísland
    RÚV, 1996

Útgáfur

  • Gjóla ehf., 2012 - DCP
  • Gjóla ehf., 2007 - DVD
  • Gjóla ehf., 1996 - VHS